Spillingin byrjaði víst ekki fyrr en 2009

bullBullari á AMX virðist telja að spilling á Íslandi byrjaði ekki fyrr en á árinu 2009. Friðbjörn Orri Ketilsson skrifaði pistil um bréfasendingu Egils Helgasonar til Transparency International. Í bréfinu vakti Egill athygli á því að eitthvað hlyti að vera athugavert við matsaðferðir TI þar sem Ísland hafi iðullega lent ofarlega á lista þeirra yfir lönd þar sem spilling væri lítil. Atburðir síðasta árs hafa sýnt að þetta var kannski ekki hárrétt hjá þeim. Friðbjörn Orri telur að Egill hafi verið of fljótur á sér þar sem skýrsla TI fyrir árið 2009 sé ekki enn komin út. Sem sagt, spillingin hófst þá bara á árinu 2009, eða hvað?

Þetta finnst Friðbyrni Orra greinilega ekki nógu mikil gagnrýni því hann sér sig knúinn til að gagnrýna lýtalausa ensku Egils líka.

Og þar með hefur AMX: Fremsti Fréttaskýringarvefur Landsins afgreitt Egil Helgason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Friðbjörn Orri þessi er handbendi SjálfstæðisFLokksins,hann hefir verið notaður til ýmissa skítaverka(skrifa) frá ákveðnum aðilum í SjálfstæðisFLokknum.

Númi (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:46

2 identicon

Gagnrýni Friðbjarnar snérist ekki síst um það að Egill Helga skuli leggja sig fram við að eyðileggja orðspor íslendinga erlendis með þessum hætti. Er orðspor okkar ekki nægilega laskað? Kannski ekki fyrir smekk Egils.

Þó svo að Egill virðist líta á sig sem stofnun þá er það mér til efs að hann sé betur að sér en fjölmenn stofnun transparency international.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Fall

Hvaða gagn er af því fyrir okkur að stofnun eins og TI dragi upp óverðskuldaða mynd af viðskiptaumhverfi Íslands?

Fall, 28.10.2009 kl. 18:02

4 identicon

Og hver segir að þessi mynd sé óverðskulduð? Egill Helgason? Hver segir að hann sé betur til þess fallin að bera saman spillingu á milli landa en þessi stofnun?

Og talandi um gagn fyrir okkur, hvaða gagn gerir svona bréf?

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 18:12

5 Smámynd: Fall

Hefur EH verið að bera saman spillingu á milli landa? Fór fram hjá mér...

Fall, 28.10.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband