Kosningabull

bull Eyjan er að monta sig af því að hafa staðið fyrir fyrstu rafrænu þjóðarkosningu á Íslandi. Dæmi um beint lýðræði að verki. En því miður þá er þetta hvorki kosning né beint lýðræði. Fyrir það fyrsta, þar sem tölvueign og netaðgengi er ekki 100% á Íslandi, þá höfðu ekki allir sem hafa kosningarétt kost á að taka þátt í kosningunni. Í öðru lagi er meiriháttar kerfisgalli á þessu hjá þeim. Einn valmöguleikinn var "tek ekki afstöðu". Ég man ekki eftir að hafa nokkurntíma séð kjörseðil með "tek ekki afstöðu" sem valmöguleika. Þetta er ekki yfirsjón. Það er mjög góð ástæða fyrir þessu. Þú getur ekki greint á milli kjósanda sem velur "tek ekki afstöðu" og annarra kjósenda - hvorki þeim sem taka þátt í kosningunni né þeim sem taka ekki þátt.

Skv. Eyjunni tóku 7454 þátt í "kosningunni". Af þeim sögðust 122 ekki taka afstöðu. Tóku þeir þá þátt í kosningunni ef þeir tóku ekki afstöðu? Eða voru þátttakendur bara 7332? Skiptir kannski ekki máli í þessu tilviki en hvað gerist ef þetta væri alvöru kosning og lágmarksþátttaka væri skilgreind 50% (e.o. er t.d. í þjóðarkosningum á Ítalíu) og þessir "tek ekki afstöðu" draga þátttökuna yfir 50%? Líka, ef þetta væri raunverulega kosning hvernig ætti að túlka þá sem taka þátt í kosningu en velja "tek ekki afstöðu"? Þess vegna mætti kannski alveg telja þá með já-unum vegna þess að þeim virðist sama hvort það sem kosið er um verði framkvæmt eða ekki.

Þetta gengur ekki upp. Ég óska Eyjafólki til hamingju með velheppnaða skoðanakönnun - en þetta var engin kosning.


mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullandi Hanna Birna

bull Hann Birna Borgarstjóri segist ekki ætla að skattleggja samfélagið út úr kreppunni! Hver er svo munurinn á að auka skatta eða varpa kostnaði yfir á borgarbúa með skerðingu á þjónustu? Kemur allt á sama stað niður, ekki satt?

Bullandi fátækt í Svíþjóð?

bull Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísar í afar skemmtilega skýrslu Bergström og Gidehag (B&G), EU versus USA. Eins og Hannes segir telja B&G sig hafa sýnt fram á að Evrópuríki séu mun fátækari en Bandaríkin (BNA). Svo slæmt er þetta að ef Svíþjóð, sem oft er talið fyrirmyndarríki í Evrópu og víðar, væri ríki í BNA myndi það vera fátækara en Mississippi og Arkansas, sem eru meðal fátækustu ríkja Bandaríkjana. S.s. yfirvofandi heimsendir fyrir ríki sem voga sér að fylgja fordæmi Svía!

B&G styðja sínar fyllyrðingar með greiningu á meðaltekjum, "neysluvenjum" og lífsgæðum. Hvað varðar tekjugreininguna vekur það verðskuldaða athygli að þeir segja ekkert um tekjuskiptingu, en mikill munur er þar á milli BNA og Evrópu og ekki batnar það þegar skoðuð eru einstök ríki í BNA. Eftir situr þessi greining B&G á "neysluvenjum". Þeir deila með lesendum tölum sem sýna það að meðal Bandaríkjamaðurinn eyðir miklu meiru en Evrópubúinn. Aftur - ekkert um það hvernig þessar neysluvenjur dreifast - bara að meðalmaðurinn (sem er auðvitað aldrei til) eyðir vissri upphæð.

Svo kemur þetta skemmtilega - Greining B&G á neysluvenjum byggist ekki bara á því hvað meðalmaðurinn eyðir, heldur sýna þeir okkur líka að Bandaríkjamenn hafa miklu meira af tækjum og tólum en Evrópubúar. Vandamálið er h.v. að hjá B&G er ísskápur bara ísskápur og hann er annaðhvort til staðar eða ekki. Gögn þeirra um tækjaeign gefa enga vísbendingu um það hvernig viðkomandi fékk tækið (keypti hann það, fann hann það, fékk hann það gefins eða fylgir það bara leiguíbúðinni, e.o. er vaninn með ísskápa hér í BNA). S.s. þessi gögn um tækjaeign segja í raun lítið um neysluvenjur.

En þetta er ekki það besta í skýrslunni. Best er að skv. B&G er öll þessi tækjaeign mælikvarði á lífsgæðum. Það er alla vega tvennt að þessu. Fyrst, gögnin segja ekki neitt um gæði tækisins. Virkar ísskápurinn? Er þetta rafmagns ísskápur? Ég veit ekki neitt. Hitt er að ég er ekki sannfærður um að tækjaeign sé trúverðugur mælikvarði á lífsgæðum. Ég myndi halda að ef við ætluðum að mæla lífsgæði myndum við taka með í reikninginn hluti e.o. aðgengi að heilbrigðisþjónustu og góðri menntun o.þ.h. En ætli það sé ekki bara vitfirrti sósíalistinn í mér?

Mogginn flæktur í eigin bullvef

bullEins og með lýgina þá vindur bullið upp á sig. Síbull moggans um þetta nýja forsetaembætti er greinilega farið að valda svolitlum ruglingi við Rauðavatn. Í fréttinni er Rompuy sagður vera forseti framkvæmdastjórnar ESB, en hann er auðvitað forseti ráðherranefndar ESB. Svo virðist blaðamaðurinn hafa fundið sig tilknúinn til að bulla aðeins meira eins og til að tryggja að fréttin verði gjörsamlega óskiljanleg. Undir fréttinni birtist mynd af réttnefndum forseta framkvæmdastjórnarinnar, Barroso, og hann m.a.s. sagður vera forseti framkvæmdastjórnarinnar. Lesendur sem blindast af bullinu mættu því draga þá ályktun að annaðhvort sé Rompuy að taka við af Barroso eða þá að nú séu forsetar framkvæmdastjórnarinnar tveir. Þetta er ekki flókið nema að fólk kjósi að flækja þetta.
mbl.is Van Rompuy fyrsti forseti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíbí bullar líka

bullÉg veit ekki um marga fugla sem skilja mannamál og því kemur það varla á óvart að fuglahvíslarinn á amx.is lendir illa í bulli þegar hann treystir þeim fyrir fréttatúlkun. Fuglahvíslarinn sakar Össur utanríkisráðherra um að ljúga að starfsbræðrum sínum í Brussel um upptöku Evru á Íslandi. Fuglahvíslarinn heldur því fram að "Íslendingar geta einhliða tekið upp evru eða annan gjaldmiðil í stað krónunnar, ákveði þeir það." Hárrétt hjá fuglahvíslaranum... en ekki í neinu samræmi við það sem Össur á að hafa sagt. Össur talar um "stöguleika í gjaldmiðilsmálum" og það er ekki líklegt að einhliða upptaka gjaldmiðils, evru eða annars, sem er stjórnað án nokkurs tillits til íslenskra aðstæðna, leiði til stöðugleika.

Bullað í hringnirhringnirh...

bullÚff! Mig svimar eftir að hafa hlustað á viðtal við Bjarna Benediktsson á Pressunni:

Það er ekki um neitt að semja...

Ja, við skulum sjá hvað kemur út úr samningaviðræðunum...

Það kemur ekkert gott út úr þessu...

Það er ekki hægt að segja neitt fyrr en samningaviðræðum er lokið...

 


Síbull á mbl.is

bullMerkilegt að fjölmiðill eins mbl.is sem einu sinni naut virðingar þjóðar skuli nú nota aðstöðu sína til að ljúga að lesendum aftur og aftur. Það er ekki og verður ekki forseti ESB. Í vikunni verður forseti leiðtogaráðsins kosinn.


mbl.is ESB fær forseta í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um ESB - bull, bull og meira bull

bullÞað er ekki nema von að íslensk umræða um ESB skuli vera á svo lágu plani sem raunin er þegar fréttaflutningur um sambandið byggist á jafnmiklu bulli og finnst í frétt Heimis Más Péturssonar um Lissabon sáttmálann á Vísir.is í dag. Helsta bullið:

  • "Ný embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar..." - Forsetaembætti Framkvæmdastjórnarinnar (e. The Commission) hefur verið til síðan 1957 þegar Framkvæmdastjórnin var stofnuð. Lissabon sáttmálin stofnar nýtt forsetaembætti leiðtogaráðsins.
  • "Ný stjórnarskrá..." - Evrópusambandið hefur aldrei haft stjórnarskrá og tilraun til þess að innleiða stjórnarskrá fór út um þúfur þegar aðildarlönd höfnuðu fyrri útgáfu af Lissabon sáttmálanum sem hefði innleitt stjórnarskrá.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband