Færsluflokkur: Evrópumál

Og strax er byrjað að spinna lygavefina...

bullBlaðamaður viðskiptablaðsins vitnar í viðtal við Creighton á bloomberg.com þar sem hann heldur því fram að Creighton hafi varað íslendingum við því að hætta við umsókn að ESB - að slíkt verði hreinlega til þess að samband ESB og Íslands fari í hönk. Bloggari Heimssýnar er fljótur að taka upp þessa "frétt" og miðla henni áfram. Hvorugur aðilinn lætur fylgja tengil í frétt Bloomberg. Ekki að furða því þá myndu lesendur sjá fljótt að þetta er bara bull. Creighton segir þetta aldrei og það er ekki einu sinni hægt að réttlæta slíkan misskilning á því litla sem hún hefur sagt.
mbl.is Verði undir sameiginlegu stefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggari Heimssýnar lýgur

Bloggari Heimssýnar hefur greinilega litla trú á lestrarhæfileikum lesenda sinna. Í bloggfærslu um væntanleg framlög Íslands til stöðugleikasjóðs ESB er því haldið fram að Íslendingar þyrftu að greiða himinháar upphæðir ef þeir verða aðilar sambandinu og vísað í frétt mbl.is um málið. En í fréttinni kemur fram að ekki þarf að leggja í sjóðin fyrr en gengið yrði í Evrusamstarfið og ennfremur að ekki er um eiginlega "greiðslu" að ræða. Svolítið undarlegt að ljúga svona að lesendum sínum m.a.s. þegar verið er að flytja "góðu fréttirnar".
mbl.is Hlutur Íslands 13 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullandi mistök hjá Ögmundi

bullÖgmundur segist hafa gert mistök þegar hann samþykkti ESB umsókn þar sem samningaferlið "fór á annan veg" en hann taldi. Kannski hefði hann átt að kynna sér betur samningaferli að ESB. Það er ekkert sem hefur komið á óvart í þessu samningaferli - allt skv. venju og á þann veg sem mátti búast við.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband