Færsluflokkur: Vefurinn
27.10.2009 | 13:22
Spillingin byrjaði víst ekki fyrr en 2009
Bullari á AMX virðist telja að spilling á Íslandi byrjaði ekki fyrr en á árinu 2009. Friðbjörn Orri Ketilsson skrifaði pistil um bréfasendingu Egils Helgasonar til Transparency International. Í bréfinu vakti Egill athygli á því að eitthvað hlyti að vera athugavert við matsaðferðir TI þar sem Ísland hafi iðullega lent ofarlega á lista þeirra yfir lönd þar sem spilling væri lítil. Atburðir síðasta árs hafa sýnt að þetta var kannski ekki hárrétt hjá þeim. Friðbjörn Orri telur að Egill hafi verið of fljótur á sér þar sem skýrsla TI fyrir árið 2009 sé ekki enn komin út. Sem sagt, spillingin hófst þá bara á árinu 2009, eða hvað?
Þetta finnst Friðbyrni Orra greinilega ekki nógu mikil gagnrýni því hann sér sig knúinn til að gagnrýna lýtalausa ensku Egils líka.
Og þar með hefur AMX: Fremsti Fréttaskýringarvefur Landsins afgreitt Egil Helgason.
Vefurinn | Breytt 28.10.2009 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)