Bullið í Palin var verra en þetta

bullMbl.is segir kolrangt frá bullinu í Palin í þessari frétt. Það sem hún sagði sem þótti sýna vanþekkingu hennar var að Revere hefði með frægu reiðinni tekist að verja "second ammendment rights" Bandaríkjamanna, eða aðra viðbótargrein stjórnarskrárinnar. Sú grein tryggir rétt Bandaríkjamanna til að eiga og bera vopn. Raunin er h.v. sú að Revere fór sína för í apríl 1775. Stjórnarskráin, með umræddri grein, var ekki samþykkt fyrr en desember 1791. För Reveres hafði ekkert með rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn að gera.

Það sem er fréttnæmt í þessum ummælum Palin er tvennt. Í fyrsta lagi að þekking hennar á Bandarískri sögu virðist byggð á barnavísum sem fegra og afskræma bandaríska sögu. Í öðru lagi er hvað hún er gjörn á að skálda í eyðurnar þegar barnavísurnar nægja ekki. Samt gefur hún sig út fyrir að vera málsvari upprunalegs vilja bandarískra "forfeðra" og að ef hún kæmist í stjórn myndi hún hverfa aftur til þeirra gilda.


mbl.is Söguþekking Palin gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Ég er fullviss um að Palin verði forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, vegna þess hversu takmörkuð hún er. Ekki gleyma að tveir repúbikanskir forsetar, Reagan og Bush, voru ekki bara illa að sér í öllu, heldur höfðu líka lága greindarvísitölu.

Ef Palin verður kosin frambjóðandi einfaldlega vegna þess að mótframbjóðendur hennar, eru annað hvort of greindir eða passa að öðru leyti ekki inn í hugmyndafræði öfgahægriaflanna í Repúblikanaflokknum, þá mun hún tapa fyrir Obama nema flokkurinn hennar noti sömu dirty tricks og áður (skemmdarverk, rógburð, kosningasvindl).

Þótt Sarah Palin gæti ekki fengið aðra atvinnu í V-Evrópu en sem fyrirsæta, þá hugsa Bandaríkjamenn öðruvísi. Bandarískur almenningur er alveg jafn illa að sér og Palin, eins og einstaka kannanir og Jay Leno hafa sýnt fram á, og það getur vel verið, að léleg sögu- eða landafræðiþekking skipti hægrisinnaða kjósendur nokkru máli. Í heimildarmynd sem gerð var af BBC á níunda áratugnum um Reagan kom fram, að það var aðalatriðið fyrir forseta Bandaríkjanna að hafa sterkan persónuleika og útgeislun (charisma) og kunna að koma fram til að vera vinsæll eða vinna kosningar. Það sem væri inni í hausnum væri ekki svo mikilvægt, því að forsetinn ætti ekki að vera stjórnmálamaður, heldur þjóðhöfðingi. Þannig gat Repúblikanaflokkurinn réttlætt vinsældir Reagans. Samkvæmt þessu þá var(ð) George W. Bush mjög óvinsæll því að hann hafði ekki mikinn persónuleika, ekki af því að hann var kretíni. Hins vegar unnu Reagan, Bush og Nixon allir sínar kosningar á afar vafasaman ólöglegan hátt.

Vissulega hefur Sara Palin mikla útgeislun og "sjónvarpsandlit", þótt hún hafi baunaspírur í staðinn fyrir heila. Þótt hún tapi fyrir Obama 2012, þá gæti hún reynt aftur 2016 og sigrað ef Demokratar koma með litlausan frambjóðanda (eins og t.d. Hillary-Al Gore-Dukakis-týpu). Ef hún tapar forkosningunum 2012 þá gæti hún reynt að vera varaforsetaefni eina ferðina enn. Palin yrði þá fyrsti kvenvaraforsetinn vestra ef Romney eða Guiliano vinna forsetakosningarnar, sem er vafasamt þar eð Obama getur unnið hvaða kappræður sem er og hefur þar að auki bin Laden-fjöður í hattinum.  

Che, 5.6.2011 kl. 21:39

2 Smámynd: Che

Það átti að standa: "... og það getur vel verið, að léleg sögu- eða landafræðiþekking skipti hægrisinnaða kjósendur ekki nokkru máli."

Che, 5.6.2011 kl. 21:42

3 identicon

ROFL .. Hver er greindarvísitalan þín Che?

Borat (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 22:08

4 Smámynd: Che

Buena pregunta. ¿Y cuál es el cociente intelectual tuyo? ¿Más de 5?

MPECDLR.

Che, 5.6.2011 kl. 23:06

5 identicon

Mbl.is segir lika: "Revere er reyndar þekktur fyrir að hafa varað Bandaríkjamenn við yfirvofandi árás Breta og er tilvitnunin „The British are coming“ við hann kennd".

Það er algengur misskilingur. Bandaríkjamenn voru ekki búnir að fá sjálfstæði á þessum tíma og álitu sig þess vegna líka Breta þannig að það hefði ekki verið neitt vit í því fyrir hann að segja að Bretarnir væru að koma. Þetta er hluti af þessari barnasögu skáldskap.

Einnig sagði Palin að Revere hefði hringt klukkum og skotið af byssu og kallað á meðan að hann reið niður götuna, sem er alveg kolrangt því að þetta átti jú allt að vera leynilegt hjá honum að hann væri að vara fólk við. Ef maður horfir á þetta video af henni þá er þetta eins og krakki sem gerði ekki heimavinnuna sína og er tekin fyrir af kennaranum og reyni að koma fram með þau orfáu orð sem hann mundi um söguna og fyllir síðan inn í með einhverju sem að hann veit að hann fær aðdáun af hjá bekknum (orð eins og freedom, guns, fight...notaði hún m.a. )

Iris (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 10:15

6 identicon

http://www.bostonherald.com/news/us_politics/view/2011_0606you_betcha_she_was_right_experts_back_palins_historical_account/

Verði ykkur að góðu, sérfræðingar.

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 16:12

7 Smámynd: Fall

Teitur - það er ansi hæpið að halda því fram Palin hafi "haft rétt fyrir sér" út af því að einhver fann klausu þar sem Revere segist hafa sagt Breskum hermönnum að sveitabúar væru að vopna sig eftir að hann var tekinn til fanga. Ef Palin á að hafa "haft rétt fyrir sér" hlýtur handtaka Revere að hafa verið partur af planinu. Ég held að svo hafi ekki verið.

Fall, 6.6.2011 kl. 18:09

8 Smámynd: Fall

Iris - það er í raun ekkert skrýtið að Palin og margir Bandaríkjamenn hafi þessa söguskoðun. Ég var í amerískum skólum fyrstu 9 ár skólagöngu minnar og þetta var það sem okkur var kennt. Það eru sennilega tiltölulega fáir sem þekkja vel raunverulega sögu Reveres. H.v. þegar Palin sagði þetta var hún nýkominn úr heimsókn í gamla hús Paul Reveres í Boston, The Revere House. Ég hef komið þangað og það er erfitt að fara þarna í gegn og átta sig ekki á hversu mikill skáldskapur þetta var sem okkur var kennt í æsku.

Fall, 6.6.2011 kl. 18:15

9 identicon

Hún er gagnrýnd fyrir að hafa ekki farið með rétt mál á þegar hún fór með rétt mál. Ekki í fyrsta skipti sem blint hatur fólks á afrekskvendinu Palin kemur í ljós.

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 20:29

10 Smámynd: Fall

Teitur - Sýndu mér heimildirnar sem staðfesta að “part of his ride was to warn the British that were already there that, ‘Hey, you are not going to succeed, you are not going to take American arms.’”

Fall, 6.6.2011 kl. 20:56

11 identicon

http://www.bostonherald.com/news/us_politics/view/2011_0606you_betcha_she_was_right_experts_back_palins_historical_account/

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 21:14

12 identicon

http://legalinsurrection.blogspot.com/2011/06/anti-palinites-go-all-in-on-epistemic.html

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 21:19

13 Smámynd: Fall

Nei Teitur. Palin sagði að áætlun Reveres með reiðinni var að hluta að vara Breskum hermönnum við að heimamenn væru að grípa til vopna. Þessar heimildir benda á að Revere varaði Breskum hermönnum við vopnuðum bændum eftir að hann var handtekinn en ekki að það hafi verið hans áætlun frá upphafi. Hún hafði rangt fyrir sér.

Fall, 6.6.2011 kl. 21:37

14 identicon

Sjá aftur...

http://www.bostonherald.com/news/us_politics/view/2011_0606you_betcha_she_was_right_experts_back_palins_historical_account/

http://legalinsurrection.blogspot.com/2011/06/anti-palinites-go-all-in-on-epistemic.html

http://www.youtube.com/watch?v=oS4C7bvHv2w&feature=aso

Hún fer ekki með rangt mál. 

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 21:50

15 identicon

Frekar aumkunarverð gagnrýni á Palin að gera frétt úr muninum á tilgangi ferðar Revere og úrkomu hennar.
Annars var þetta alveg rétt hjá henni.

Vonandi verður ekki jafn aumkunarverð gagnrýni þegar hún ferðast um hin "56 fylkin".

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 22:00

16 Smámynd: Fall

Aumkunarverðara finnst mér að reyna að endurrita sögu þjóðar til að hylja yfir vankunnáttu ómerkilegrar konu sem hefur ekki hugmynd um hvað hún er að tala.

Fall, 6.6.2011 kl. 22:52

17 identicon

Vitur maður sagði eitt sinn: "Give me a fucking break"

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 23:01

18 Smámynd: Fall

Þá er ég farinn að skilja að þú skulir halda að Palin sé eitthvað annað en ómerkilegur óvitrungur með gjallarhorn.

Fall, 6.6.2011 kl. 23:14

19 identicon

Hvað ert þú eiginlega að reykja? þú hefur ekkert og þú veist það, palin hafði rétt fyrir sér og þú rangt.

Ég hef sterka tilfinningu um að þessi ómerkilegi óvitrungur hafi afrekað meira en þú.
 

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 23:19

20 Smámynd: Fall

Ertu svolítið skotinn í henni?

Fall, 6.6.2011 kl. 23:29

21 identicon

Lögmál Falls
1.Ef einhver er ranglega ásakaður og er komið til varnar þá hlýtur verjandinn að vera skotinn í hinum ásakaða.
2.Ef einhver er sammála manneskju, þá hlýtur sá aðili að vera skotinn í þeirri manneskju.

Ég finn lyktina af Nóbelsverðlaunum

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 23:40

22 Smámynd: Che

Teitur, hvað hefur Sarah Palin afrekað?

Che, 6.6.2011 kl. 23:45

23 identicon

Til að nefna nokkur dæmi frá wikipedia...

9th Governor of Alaska
In office
December 4, 2006 – July 26, 2009

Chairperson of the Alaska Oil and Gas Conservation Commission
In office
February 19, 2003 – January 23, 2004

Mayor of Wasilla, Alaska
In office
October 14, 1996 – October 14, 2002

Member of the
Wasilla City Council from Seat E
In office
October 19, 1992 – October 14, 1996

Alma mater    

University of Hawaii at Hilo
Hawaii Pacific College[5]
North Idaho College
Matanuska-Susitna College[6]
University of Idaho - (B.S., 1987)[7]


Occupation    

Local news sportscaster
Commercial fisherman
Politician
Author
Political commentator

Teitur (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 23:51

24 Smámynd: Fall

Og hvað er það nákvæmlega sem Palin á að hafa sagt sem þú ert sammála Teitur?

Fall, 7.6.2011 kl. 00:01

25 identicon

Þessi tilgangslausa umræða er búin fyrir mér. Ég hef sýnt fram á að Palin fór með rétt mál.

Teitur (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 00:05

26 Smámynd: Fall

Nei, Teitur. Þú hefur ekki sýnt það.

Fall, 7.6.2011 kl. 00:08

27 Smámynd: Che

En hvað hefur hún afrekað, Teitur? Á listanum þínum eru engin afrek. Hver sem er getur fengið B.Sc. - gráðu. Það er ekkert afrek í sjálfu sér. Augsýnilega getur hver sem er líka orðið ríkisstjóri í Alaska. Það var víst nóg að Palin var snoppufríð og byssuglöð, þá mátti hún alveg vera eins fáfróð og hægt er.

Þar eð Alaskabúar eru að upplagi drykkjumenn miklir (engin furða), þá sjá þeir sennilega ekki í gegnum áfengisgufurnar hvern þeir eru að kjósa, þegar þeir eru staddir í kjörklefunum.

Che, 7.6.2011 kl. 00:25

28 Smámynd: Che

Auk þess fékk hún B.Sc. gráðu í Communication Studies, sem krefst hvorki heilastarfsemi né tveggja stafa greindarvísitölu.

Che, 7.6.2011 kl. 00:33

29 Smámynd: Fall

Che, en það fara ekki allir í gegnum 5 háskóla til að fá þessa einu B.Sc. gráðu. Það hlýtur að teljast afrek.

Fall, 7.6.2011 kl. 00:34

30 Smámynd: Che

Og því síður þriggja stafa.

Che, 7.6.2011 kl. 00:34

31 Smámynd: Che

"Che, en það fara ekki allir í gegnum 5 háskóla til að fá þessa einu B.Sc. gráðu. Það hlýtur að teljast afrek."

Che, 7.6.2011 kl. 00:36

32 identicon

Er virkilega til fólk sem er að eyða tíma og orku að rífast yfir því hvað Sarah Palin segir?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 21:09

33 Smámynd: Fall

Það virðist vera, já.

Fall, 7.6.2011 kl. 22:15

34 Smámynd: Che

H.T.: Þegar kona sem vill verða forseti er ekki betur að sér en þetta í sögu síns eigin lands, þá er það umræðuefni. Hins vegar er hún ekki sú eina. Fáfræði og/eða lág greind virðist vera meinsemd hjá þeim Repúblikönum sem tengjast (eða vilja tengjast) Hvíta húsinu: Sarah Palin, George W. Bush, Dan Quayle, Ronald Reagan, Gerald Ford. Ég man ekki eftir neinum Demokrata í Hvíta húsinu sem var svo fáfróður/heimskur. Að vísu var Clinton dálítið fáfróður um hver hefði tottað hann, en það er allt annar handleggur.

Hvað öðru líður (óheiðarleika, árásargirni), þá held ég líka að Repúblikanar hafi vinninginn, þótt Demókratar hafi ekki allir verið neinir dýrlingar (Johnson, Truman).

Che, 7.6.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband