Björn Bjarna bullar

bullBjörn Bjarnason sparar ekki bullið í nýlegum pistli á amx.is, fremsta fréttaskýringavef Íslands. Þar reynir hann að telja okkur trú um að stjórnin sé að leynimakkast með okkur í ESB - vill ekki birta spurningarnar frá Brussel og svörin á íslensku og svoleiðis. En Björn Bjarna, hafandi verið ráðherra, veit nákvæmlega hvers eðlis þessar spurningar eru og svörin. Þessar upplýsingar sem er verið að senda til Brussel nú eru þau sömu og við höfum verið að senda í mörg ár (ég vann einu sinni við að taka saman svona upplýsingar). Þetta eru lýsingar á reglugerðum, lagaumhverfi og gögnum frá Hagstofunni - ekkert stefnumótandi og ekkert merkilegt. Eiginlega allt byggist á þýddu íslensku efni. Vill Björn Bjarna s.s. að stjórnin þýði aftur á íslensku það sem það er nýbúið að þýða á ensku? Góð leið til að spara og fyrirbyggja misskilning. Tvær flugur í einu höggi!

Fólk þarf ekki að lesa ensku til að vita hvað var sent til Brussel. Það þarf bara að vita hvað er í gangi í landinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband