Tölfræðibull Heimssýnar

bullHeimssýn - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum sagði nýlega frá því á vef félagsins að "mikill meirihluti [íslendinga] vill ekki evru og Evrópusamband". Túlkun þeirra á niðurstöðum könnunar Pressunnar segir í raun lítið annað en að félagar Heimssýnar þurfa að komast í upprifjunnarkúrs í tölfræði.

Í könnuninni var spurt "Hvaða gjaldeyrisfyrirkomulag telur þú heppilegast fyrir Ísland?" Það er hvergi spurt um hvað svarendur vilja ekki.

Svo segja þeir líka "…vilja 55% Íslendinga að í peningamálum þjóðarinnar verði mörkuð stefna til framtíðar utan Evrópusambandsins með einum eða öðrum hætti." Það er hvergi spurt um "framtíð utan Evrópusambandsins".

Ég hef litla trú á því að félagar Heimssýnar lesi hugsanir. Þetta flokkast því sem bull.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband