7.11.2009 | 14:55
Bullað í eyður
Bullarinn duglegi Hannes Hólmsteinn Gissurarson ýjar að því að Bandaríska sendiráðið sé án sendiherra vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson hafi móðgað Carol Van Voorst og þar með rústað sambandi milli þjóðanna. Bullið hefur svo bergmálað gegnum vinamiðla Hannesar eins og við mátti búast og m.a.s. alla leið inn á Þing. Raunin er sú að sendiráðið hefur oft verið án sendiherra allt upp í ca. 2 ár. Síðast var sendiráðið sendiherralaust í rúmt ár þegar loksins sjálf Carol Van Voorst tók við embættinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Athugasemdir
Já hvernig getur maður á launum hjá ríkinu stöðugt verið með áróður,sem honum og hans fylgendum hentar hérna á Mbl. blogginu ? Og ekki er unnt að svara honum beint í athugasemdum. Er það ekki í andstöðu við góða bloggsiði? En það er ekki af Hannesi skafið að duglegur er hann. Satt segir þú.
Sigurður Ingólfsson, 7.11.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.