Bíbí bullar líka

bullÉg veit ekki um marga fugla sem skilja mannamál og því kemur það varla á óvart að fuglahvíslarinn á amx.is lendir illa í bulli þegar hann treystir þeim fyrir fréttatúlkun. Fuglahvíslarinn sakar Össur utanríkisráðherra um að ljúga að starfsbræðrum sínum í Brussel um upptöku Evru á Íslandi. Fuglahvíslarinn heldur því fram að "Íslendingar geta einhliða tekið upp evru eða annan gjaldmiðil í stað krónunnar, ákveði þeir það." Hárrétt hjá fuglahvíslaranum... en ekki í neinu samræmi við það sem Össur á að hafa sagt. Össur talar um "stöguleika í gjaldmiðilsmálum" og það er ekki líklegt að einhliða upptaka gjaldmiðils, evru eða annars, sem er stjórnað án nokkurs tillits til íslenskra aðstæðna, leiði til stöðugleika.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband