Mogginn flæktur í eigin bullvef

bullEins og með lýgina þá vindur bullið upp á sig. Síbull moggans um þetta nýja forsetaembætti er greinilega farið að valda svolitlum ruglingi við Rauðavatn. Í fréttinni er Rompuy sagður vera forseti framkvæmdastjórnar ESB, en hann er auðvitað forseti ráðherranefndar ESB. Svo virðist blaðamaðurinn hafa fundið sig tilknúinn til að bulla aðeins meira eins og til að tryggja að fréttin verði gjörsamlega óskiljanleg. Undir fréttinni birtist mynd af réttnefndum forseta framkvæmdastjórnarinnar, Barroso, og hann m.a.s. sagður vera forseti framkvæmdastjórnarinnar. Lesendur sem blindast af bullinu mættu því draga þá ályktun að annaðhvort sé Rompuy að taka við af Barroso eða þá að nú séu forsetar framkvæmdastjórnarinnar tveir. Þetta er ekki flókið nema að fólk kjósi að flækja þetta.
mbl.is Van Rompuy fyrsti forseti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög ánaegdur med thitt blogg.  Keep up the good work!  

Af nógu er ad taka!!

Ánaegdur lesandi bloggsins (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þú ert auðvitað sami bullarinn og allir hinir. Ekki er verið að kjósa blessaðan manninn forseta ráðherranefndar ESB og því síður framkvæmdastjórnarinnar, eins og þú nefnir réttilega, heldur þess sem við höfum kallað Leiðtogaráðið, en aðrir  European Council, sem er ekki sama fyrirbærið og við köllum Evrópuráðið. Þetta er auðvitað svolítið flókið, en aðalatriðið er að kosinn er belgískur nobody, sem þýðir að embættið á ekki að hafa neina vigt innan Evrópusambandsins. Það er auðvitað aðalatriðið.

Gústaf Níelsson, 19.11.2009 kl. 22:45

3 Smámynd: Haraldur Pálsson

Er okkur bara ekki nákvæmlega sama, hver er hvað í stjórn ESB. Málefni sem skiptir Íslandi engu máli, þannig ég held að okkur öllum hérna ætti að vera sama um þetta mál.

Haraldur Pálsson, 19.11.2009 kl. 22:48

4 identicon

Haraldur, auðvitað skiptir þetta okkur verulega máli þar sem við höfum beygt okkur skilyrðislaust undir vald ESB í veigamiklum málum í gegnum EES saminging og Schengen.

Pétur (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:27

5 Smámynd: Fall

Gústaf - þetta er leiðrétt.

Embættinu var auðvitað aldrei ætlað að hafa neina vigt innan ESB hver sem hefði orðið fyrir valinu.

Fall, 20.11.2009 kl. 01:06

6 identicon

The Council of the European Union eða the Council of Ministers er það sama. Það er hérna sem Svíar ráða til áramóta.
The European Council hérna eru það æðstu menn hverra ríkja ásamt forseta framkvæmdarstjórnarinnar. Svíar stjórna líka þessum fundi í desember. Frá og með áramótum verður það samt inn nýji Van Rompuy sem mun stjórna þessum fundum.

The Council of Europe er síðan allt annað batterí og skal varast að blanda því saman við hið að ofan.

Arnar (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband