Bullandi fátækt í Svíþjóð?

bull Hannes Hólmsteinn Gissurarson vísar í afar skemmtilega skýrslu Bergström og Gidehag (B&G), EU versus USA. Eins og Hannes segir telja B&G sig hafa sýnt fram á að Evrópuríki séu mun fátækari en Bandaríkin (BNA). Svo slæmt er þetta að ef Svíþjóð, sem oft er talið fyrirmyndarríki í Evrópu og víðar, væri ríki í BNA myndi það vera fátækara en Mississippi og Arkansas, sem eru meðal fátækustu ríkja Bandaríkjana. S.s. yfirvofandi heimsendir fyrir ríki sem voga sér að fylgja fordæmi Svía!

B&G styðja sínar fyllyrðingar með greiningu á meðaltekjum, "neysluvenjum" og lífsgæðum. Hvað varðar tekjugreininguna vekur það verðskuldaða athygli að þeir segja ekkert um tekjuskiptingu, en mikill munur er þar á milli BNA og Evrópu og ekki batnar það þegar skoðuð eru einstök ríki í BNA. Eftir situr þessi greining B&G á "neysluvenjum". Þeir deila með lesendum tölum sem sýna það að meðal Bandaríkjamaðurinn eyðir miklu meiru en Evrópubúinn. Aftur - ekkert um það hvernig þessar neysluvenjur dreifast - bara að meðalmaðurinn (sem er auðvitað aldrei til) eyðir vissri upphæð.

Svo kemur þetta skemmtilega - Greining B&G á neysluvenjum byggist ekki bara á því hvað meðalmaðurinn eyðir, heldur sýna þeir okkur líka að Bandaríkjamenn hafa miklu meira af tækjum og tólum en Evrópubúar. Vandamálið er h.v. að hjá B&G er ísskápur bara ísskápur og hann er annaðhvort til staðar eða ekki. Gögn þeirra um tækjaeign gefa enga vísbendingu um það hvernig viðkomandi fékk tækið (keypti hann það, fann hann það, fékk hann það gefins eða fylgir það bara leiguíbúðinni, e.o. er vaninn með ísskápa hér í BNA). S.s. þessi gögn um tækjaeign segja í raun lítið um neysluvenjur.

En þetta er ekki það besta í skýrslunni. Best er að skv. B&G er öll þessi tækjaeign mælikvarði á lífsgæðum. Það er alla vega tvennt að þessu. Fyrst, gögnin segja ekki neitt um gæði tækisins. Virkar ísskápurinn? Er þetta rafmagns ísskápur? Ég veit ekki neitt. Hitt er að ég er ekki sannfærður um að tækjaeign sé trúverðugur mælikvarði á lífsgæðum. Ég myndi halda að ef við ætluðum að mæla lífsgæði myndum við taka með í reikninginn hluti e.o. aðgengi að heilbrigðisþjónustu og góðri menntun o.þ.h. En ætli það sé ekki bara vitfirrti sósíalistinn í mér?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband