Kosningabull

bull Eyjan er að monta sig af því að hafa staðið fyrir fyrstu rafrænu þjóðarkosningu á Íslandi. Dæmi um beint lýðræði að verki. En því miður þá er þetta hvorki kosning né beint lýðræði. Fyrir það fyrsta, þar sem tölvueign og netaðgengi er ekki 100% á Íslandi, þá höfðu ekki allir sem hafa kosningarétt kost á að taka þátt í kosningunni. Í öðru lagi er meiriháttar kerfisgalli á þessu hjá þeim. Einn valmöguleikinn var "tek ekki afstöðu". Ég man ekki eftir að hafa nokkurntíma séð kjörseðil með "tek ekki afstöðu" sem valmöguleika. Þetta er ekki yfirsjón. Það er mjög góð ástæða fyrir þessu. Þú getur ekki greint á milli kjósanda sem velur "tek ekki afstöðu" og annarra kjósenda - hvorki þeim sem taka þátt í kosningunni né þeim sem taka ekki þátt.

Skv. Eyjunni tóku 7454 þátt í "kosningunni". Af þeim sögðust 122 ekki taka afstöðu. Tóku þeir þá þátt í kosningunni ef þeir tóku ekki afstöðu? Eða voru þátttakendur bara 7332? Skiptir kannski ekki máli í þessu tilviki en hvað gerist ef þetta væri alvöru kosning og lágmarksþátttaka væri skilgreind 50% (e.o. er t.d. í þjóðarkosningum á Ítalíu) og þessir "tek ekki afstöðu" draga þátttökuna yfir 50%? Líka, ef þetta væri raunverulega kosning hvernig ætti að túlka þá sem taka þátt í kosningu en velja "tek ekki afstöðu"? Þess vegna mætti kannski alveg telja þá með já-unum vegna þess að þeim virðist sama hvort það sem kosið er um verði framkvæmt eða ekki.

Þetta gengur ekki upp. Ég óska Eyjafólki til hamingju með velheppnaða skoðanakönnun - en þetta var engin kosning.


mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með eindæmum léleg og veik gagnrýni hjá þér.  Vottar fyrir kergju með niðurstöðuna.....getur það verið rétt hjá mér?

Þeir sem skila auðu í kosningum, taka þeir ekki þátt í kosningunni?

Árni (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Fall

Þú lýsir vandamálinu sjálfur. Þeir sem völdu "taka ekki afstöðu" skiluðu ekki auðu.

Hvaða niðurstöðu ertu að tala um?

Fall, 17.12.2009 kl. 20:08

3 identicon

Það mætti halda að félagsmálaráðherrann Árni Bull Árnason sé með þessa síðu.

axel (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 20:16

4 identicon

Hún er með eindæmum kauðsk þessi gagnrýni sem aðrar sem Icesave vinir Breta og Hollendinga reyna að halda fram þessa dagana þegar spilið er gjörtapað.  Þetta er 4 könnunin gerð á skömmum tíma sem sýnir nákvæmlega sömu niðurstöðu.  2 hafa verið gerðar með slembiúrtökum og 2 með að þátttakendur skrá sig inn til að taka þátt sjálfviljugir.  Allar hafa sýnt sömu niðurstöður.  70% þjóðarinnar hafnar Icesave samningnum í þeirri mynd sem hann er.  30% vilja samþykkja nauðungarsamninginn óbreyttan.  Allar fá einhver óvissuatkvæði eins og gerist í kosningum. Niðurstaðan er klár.  Samt grenja þeir og góla sem hafa tapað.  Gömul saga og ný.  Aðferðafræðin eða trúverðugleiki framkvæmdaraðilana dregin í efa.  Sennilega þó bara Samfylkingarmenn með einhverjum Vinstri grænum.  Sömu aðilar fögnuðu öllum könnunum fyrir síðustu kosningar þegar útlitið var mjög gott.  Engi efaðist um ágæti kannanafyrirkomulagsins sem þar voru notuð.  Niðurstöður kosninganna sýndu að þær voru ágætlegar nákvæmar og áræðanlegar.    Sömu aðferðir hafa verið notaðar og í 2. þessa dagana.  70% á móti Icesave samningnum og 30% með.  Núna hljóta Icesave sinnar að fara fram á að setja málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu og "tapararnir" hafa tækifæri til að sýna og sanna að þeir höfðu "rétt fyrir sér" allan tíman, að "það er ekkert að marka skoðanakannanir".

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 20:34

5 Smámynd: Fall

Guðmundur - þú hefur greinilega mikið um Icesave að segja. Væri ekki betra að viðra þínar skoðanir einhversstað þar sem er verið að ræða Icesave?

Fall, 17.12.2009 kl. 20:53

6 identicon

Fall.  Kosningin snérist einmitt um Icesave. Þas. hvort að fólk er tilbúið að samþykkja eða hafna Icesave samningnum í þeirri mynd sem hann er í dag.  Sýndist þú vera að efast um ágæti hannar sem er margfallt stærri hvað svarhlutfall varðar en aðrar sem hafa verið gerðar.  Vona að ég hafi ekki stigið of alvarlega á þínar pólitísku tær eftir svona hlálega útkomu Icesave sinna í Eyju kosningunni sem og hinum 3 sem skiluðu sömu 70% - 30% niðurstöðu, sem eðlilega er mikið meira en nóg.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:08

7 Smámynd: Fall

Guðmundur - ég er með mjög litlar tær.

Jú, ég efast mikið um ágæti þessarar "kosningar" en ég veit ekki hvað það hefur með Icesave að gera.

Fall, 17.12.2009 kl. 21:20

8 identicon

Gef þér þá upp slóð á fréttina sem þú bloggaðir við, og von að hún skýri fyrir þér Icesave tenginguna.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/17/70_prosent_vilja_hafna_icesave/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:33

9 Smámynd: Fall

Guðmundur - þessi kosning hefði getað snúist um hvort eigi að rækta bleik eða svört svín á Íslandi og gagnrýni mín hefði verið eins. Gagnrýni mín hefur ekkert með Icesave að gera.

Fall, 18.12.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband