Hlægileg efnahagsstefna: Ríkisstjórnin innleiðir Laffer kúrvuna á ný.

379-reaganomics-we-told-them-the-wealth-would-trickle-down
Nú er að koma í ljós hvernig ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarkarla ætlar að borga fyrir öll fögru loforðin sem gefin voru fyrir kosningar um skattalækkanir og peningagjafir. Svo virðist sem að stefnan í efnahagsmálum verði byggð á gömlu góðu Laffer kúrvunni sem var m.a. undirstaðan í efnahagsstefnu Reagan's bandaríkjaforseta á sínum tíma og endaði með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Stjórnin lagði fram frumvarp í gær sem mun fella úr gildi fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á gistingu úr 7% í 14%. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að þessi gjörningur mun kosta ríkissjóð kr. 2 milljarða á næstu tveimur árum. Við þurfum samt ekki að hafa áhyggjur vegna þess að sala á gistingu og skattskil af henni eiga eftir að rjúka upp út af þessu og dekka allan kostnað til lengri tíma. S.s. Laffer kúrvan í verki. Stjórnarkarlar virðast gleyma því að Laffer kúrvan hefur aldrei gengið upp eins og þeir eru að vonast til að muni verða í þetta sinn.

laffercurve
Heiti Laffer kúrvunnar hefur ekkert með hversu hlægileg hún er eins og mætti halda. Hún heitir eftir Arthur Laffer sem kynnti hugmyndinni fyrst fyrir fulltrúum Repúblíkana í Bandaríkjunum á 8da áratug síðustu aldar - nánar tiltekið Dick Cheney og Donald Rumsfeld. Hugmynd Laffers er í mjög grófum dráttum þessi: of háir skattar leiða af sér minni skattstofn alveg eins og ef þeir eru of lágir. Ástæðan er að fólk forðast að greiða of háa skatta. Þannig má gera ráð fyrir að fólk forðist fjárútlát fyrir þjónustu, starfsemi eða fjárfestingar sem kosta mikla skatta eða að það bara hreinlega svindlar og borgar ekki skatta sem það á að borga. Til að skýra þetta á Laffer að hafa rissað upp mynd á sérvéttu fyrir Cheney og Rumsfeld til að sýna hvernig þetta virkar e.o. myndin hér til hliðar. Upphaflega var meiningin með þessu að benda á að það þarf að finna jafnvægispunktinn þar sem skattar eru nægilega háir að þeir skila því sem þarf til ríkissjóðs en ekki svo háir að þeir hafi neikvæð áhrif á neyslu eða greiðslu skatta. Einhvern veginn hefur þetta svo breyst í höndum nýfrjálshyggjumanna síðustu áratugi og notað til að rökstyðja takmarkalausar skattalækkanir, sérstaklega fyrir þá tekjuhæstu þar sem það eru jú þeir sem eyða mest. Það virðist hafa gleymst að skv. upphaflegu hugmyndinni er hætta á tekjumissi á báðum endum kúrvunnar en ekki bara þeim efri.

Afleiðingar tilrauna nýfrjálshyggjumanna með þessa nýju útgáfu Laffer kúrvunnar, sem er eiginlega ekki lengur kúrva, eru nær allar á sama veg: himinháar hækkanir á skuldum ríkissjóðs og minni þjónusta fyrir þá sem þurfa hana mest.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er sérstaklega hrifinn af Laffer kúrvunni og hefur vísað til hennar í skrifum sínum. Hann heldur því fram að það sé tvennt í efnahagssögu Íslendinga síðustu áratugi sem staðfesta Laffer kúrvuna (e.o. nýfrjálshyggjusinnar vilja skilja hana). Það er lækkun skatts af leigutekjum og skattlausa árið 1987 þegar skipt var yfir í staðgreiðslukerfið. Bæði tilvikin fólu í sér verulega skattalækkun en urðu til þess að ríkistekjur snarhækkuðu. Ég hef litla trú á þessum dæmum Hannesar. Í báðum tilvikum fóru ýmsar fleiri aðgerðir í framkvæmd sem ætla má að hafi líka haft áhrif á tekjur ríkissjóðs. Mér vitanlega hefur Hannes aldrei gert nægilega grein fyrir því af hverju við eigum, e.o. hann og hans meðhöfundar gera, að álykta að tekjuaukningin hafi verið vegna skattalækkunarinnar en ekki annara aðgerða. T.d. þegar skattar af leigutekjum voru lækkaðar var leigubótakerfið sett á sem hvetur leigjendur til að sjá til þess að leigusamningar eru skráðir og leigutekjur gefnar upp. Mér finnst leigubótakerfið ekki ólíklegra til að hafa áhrif á tekjur ríkissjóðs en lækkun skatta.

Þetta virðist s.s. vera stefna stjórnarkarlana: Lækka tekjustofna ríkissjóðs og bíða svo eftir tekjuhækkuninni. Kannski þegar hún er kominn verður hægt að gera eitthvað í skuldamálunum.

mbl.is Fallið frá 14% gistináttaskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og strax er byrjað að spinna lygavefina...

bullBlaðamaður viðskiptablaðsins vitnar í viðtal við Creighton á bloomberg.com þar sem hann heldur því fram að Creighton hafi varað íslendingum við því að hætta við umsókn að ESB - að slíkt verði hreinlega til þess að samband ESB og Íslands fari í hönk. Bloggari Heimssýnar er fljótur að taka upp þessa "frétt" og miðla henni áfram. Hvorugur aðilinn lætur fylgja tengil í frétt Bloomberg. Ekki að furða því þá myndu lesendur sjá fljótt að þetta er bara bull. Creighton segir þetta aldrei og það er ekki einu sinni hægt að réttlæta slíkan misskilning á því litla sem hún hefur sagt.
mbl.is Verði undir sameiginlegu stefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggari Heimssýnar lýgur

Bloggari Heimssýnar hefur greinilega litla trú á lestrarhæfileikum lesenda sinna. Í bloggfærslu um væntanleg framlög Íslands til stöðugleikasjóðs ESB er því haldið fram að Íslendingar þyrftu að greiða himinháar upphæðir ef þeir verða aðilar sambandinu og vísað í frétt mbl.is um málið. En í fréttinni kemur fram að ekki þarf að leggja í sjóðin fyrr en gengið yrði í Evrusamstarfið og ennfremur að ekki er um eiginlega "greiðslu" að ræða. Svolítið undarlegt að ljúga svona að lesendum sínum m.a.s. þegar verið er að flytja "góðu fréttirnar".
mbl.is Hlutur Íslands 13 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru allir krónu-elskandi moggabloggararnir?

bullÞað er viss hópur moggabloggara sem hefur verið duglegur að segja okkur hvað krónan er æðisleg fyrir Ísland. Af hverju hverfur hann þegar svona fréttir birtast?
mbl.is Veiking krónunnar 1,2% frá áramótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssýn bullar um myntbandalög

bullBloggari Heimssýnar spyr: "... hefur einhver heyrt um stórveldi sem ræður ekki við að halda myntbandalagi saman?"

Já. T.d. Bretland

Vantar vörn gegn bullinu

bullBlaðamenn mbl.is koma enn og aftur upp um vanþekkingu sína á málum ESB. Greinin segir "setja á fót sameiginlega öryggis- og varnarmálstefnu". Það þarf ekki að "setja [hana] á fót". Sameiginleg öryggis- og varnamálastefna ESB er þegar til og hefur verið það í rúmlega 10 ár.
mbl.is Vilja evrópska herstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páll Vilhjálmsson til Brussel

Páll Vilhjálmsson hefur sýnt það og sannað að hann hefur manna mestu þekkingu á innviðum og regluverki í Brussel. Því legg ég til að hann verði okkar fyrsti embættismaður í Brussel þegar aðildin er gengin í gildi. Ekkert bull.

Bullandi pólitkík í Ameríku

bullVið erum að tala hér um:

Mitt Romney - Miljónamæringurinn sem ber sig saman við atvinnulausa í landinu.

Rick Perry - Heldur því fram að efnahagskrísan sé refsing guðs.

Ron Paul - Fjölmiðlar segja hann ókjósanlegan v.þ. hve skynsamur hann er.

Michele Bachmann - Hér mætti vísa í nánast allt sem kemur úr munni Michele Bachmann.

[Kannski rétt að nefna að ég er núna búsettur í Bandaríkjunum og með kosningarétt þannig að þetta kemur mér við]


mbl.is Jafn vinsælir og Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyrisbull hjá Viðskiptablaðinu

bullAnnaðhvort hefur blaðamaður Viðskiptablaðsins tekið einhliða ákvörðun um að taka upp Hollenska gyllinið á ný eða þá að hann hefur svo litla þekkingu á peningamálum í Evrópu að hann ætti að láta vera að skrifa um þau.

Frá http://www.vb.is/frett/64163/:

"... eða binda gjaldmiðil sinn við annan stærri, líkt og Lettland, Litháen, Bahamas og Holland gera."

Þarna á að standa Hollensku Antillaeyjur.

Maður hefði haldið að blaðamaður Viðskiptablaðsins af öllum fjölmiðlum myndi finnast eitthvað bogið við að halda fram að Holland hefði sjálfstæðan gjaldmiðil.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband