Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Yfirbullari vikunnar!

bullbullbull

 

 

 

 

 

 

 

 

Haukur Nikulásson. Þarf nokkuð frekari skýringar?


Tölfræðibull Heimssýnar

bullHeimssýn - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum sagði nýlega frá því á vef félagsins að "mikill meirihluti [íslendinga] vill ekki evru og Evrópusamband". Túlkun þeirra á niðurstöðum könnunar Pressunnar segir í raun lítið annað en að félagar Heimssýnar þurfa að komast í upprifjunnarkúrs í tölfræði.

Í könnuninni var spurt "Hvaða gjaldeyrisfyrirkomulag telur þú heppilegast fyrir Ísland?" Það er hvergi spurt um hvað svarendur vilja ekki.

Svo segja þeir líka "…vilja 55% Íslendinga að í peningamálum þjóðarinnar verði mörkuð stefna til framtíðar utan Evrópusambandsins með einum eða öðrum hætti." Það er hvergi spurt um "framtíð utan Evrópusambandsins".

Ég hef litla trú á því að félagar Heimssýnar lesi hugsanir. Þetta flokkast því sem bull.

Björn Bjarna bullar

bullBjörn Bjarnason sparar ekki bullið í nýlegum pistli á amx.is, fremsta fréttaskýringavef Íslands. Þar reynir hann að telja okkur trú um að stjórnin sé að leynimakkast með okkur í ESB - vill ekki birta spurningarnar frá Brussel og svörin á íslensku og svoleiðis. En Björn Bjarna, hafandi verið ráðherra, veit nákvæmlega hvers eðlis þessar spurningar eru og svörin. Þessar upplýsingar sem er verið að senda til Brussel nú eru þau sömu og við höfum verið að senda í mörg ár (ég vann einu sinni við að taka saman svona upplýsingar). Þetta eru lýsingar á reglugerðum, lagaumhverfi og gögnum frá Hagstofunni - ekkert stefnumótandi og ekkert merkilegt. Eiginlega allt byggist á þýddu íslensku efni. Vill Björn Bjarna s.s. að stjórnin þýði aftur á íslensku það sem það er nýbúið að þýða á ensku? Góð leið til að spara og fyrirbyggja misskilning. Tvær flugur í einu höggi!

Fólk þarf ekki að lesa ensku til að vita hvað var sent til Brussel. Það þarf bara að vita hvað er í gangi í landinu.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband