Færsluflokkur: Bull
5.6.2011 | 17:45
Bullið í Palin var verra en þetta
Mbl.is segir kolrangt frá bullinu í Palin í þessari frétt. Það sem hún sagði sem þótti sýna vanþekkingu hennar var að Revere hefði með frægu reiðinni tekist að verja "second ammendment rights" Bandaríkjamanna, eða aðra viðbótargrein stjórnarskrárinnar. Sú grein tryggir rétt Bandaríkjamanna til að eiga og bera vopn. Raunin er h.v. sú að Revere fór sína för í apríl 1775. Stjórnarskráin, með umræddri grein, var ekki samþykkt fyrr en desember 1791. För Reveres hafði ekkert með rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn að gera.
Það sem er fréttnæmt í þessum ummælum Palin er tvennt. Í fyrsta lagi að þekking hennar á Bandarískri sögu virðist byggð á barnavísum sem fegra og afskræma bandaríska sögu. Í öðru lagi er hvað hún er gjörn á að skálda í eyðurnar þegar barnavísurnar nægja ekki. Samt gefur hún sig út fyrir að vera málsvari upprunalegs vilja bandarískra "forfeðra" og að ef hún kæmist í stjórn myndi hún hverfa aftur til þeirra gilda.
Söguþekking Palin gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bull | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
25.2.2011 | 05:00
Bull - var aldrei spurt um "íslenskan" her
Það er ekkert fréttnæmt hér. Niðurstöðurnar eru í fullu samræmi við það sem var spurt.
Það hlakkar svo mikið í sumum þegar þeir sjá tækifæri til að tala illa um ESB að þeir virðast beinlínis forðast að komast að sannleikanum. ESB framkvæmir ekki þessa könnun heldur eru aðilar í hverju landi sem sjá um framkvæmdina og aðlaga spurningarnar eftir þörfum. Capacent/Gallup sá um framkvæmdina hér á landi.
Spurt var um traust til tiltekinna stofnana "almennt". Spurning QA12a hljóðaði svo: "Mig langar að spyrja þig um traust þitt til tiltekinna stofnana. Vinsamlegast segðu mér hvort þú treystir eftirfarandi stofnunum almennt eða treystir þeim almennt ekki."
Íslenska skýrslan er hér: http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb74/eb74_is_is_nat.pdf
Spurning QA12a er á bls. 21.
26% treysta íslenska hernum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bull | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2010 | 22:07
HA HA HA...
Bull | Breytt 12.1.2010 kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2010 | 15:34
Bullarar hafa þjóðina að fífli
Sundrung ekki af hinu góða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bull | Breytt 12.1.2010 kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)