Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bullandi mistök hjá Ögmundi

bullÖgmundur segist hafa gert mistök þegar hann samþykkti ESB umsókn þar sem samningaferlið "fór á annan veg" en hann taldi. Kannski hefði hann átt að kynna sér betur samningaferli að ESB. Það er ekkert sem hefur komið á óvart í þessu samningaferli - allt skv. venju og á þann veg sem mátti búast við.

Bull - var aldrei spurt um "íslenskan" her

bullÞað er ekkert fréttnæmt hér. Niðurstöðurnar eru í fullu samræmi við það sem var spurt.

Það hlakkar svo mikið í sumum þegar þeir sjá tækifæri til að tala illa um ESB að þeir virðast beinlínis forðast að komast að sannleikanum. ESB framkvæmir ekki þessa könnun heldur eru aðilar í hverju landi sem sjá um framkvæmdina og aðlaga spurningarnar eftir þörfum. Capacent/Gallup sá um framkvæmdina hér á landi.

Spurt var um traust til tiltekinna stofnana "almennt". Spurning QA12a hljóðaði svo: "Mig langar að spyrja þig um traust þitt til tiltekinna stofnana. Vinsamlegast segðu mér hvort þú treystir eftirfarandi stofnunum almennt eða treystir þeim almennt ekki."

Íslenska skýrslan er hér: http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb74/eb74_is_is_nat.pdf

Spurning QA12a er á bls. 21.


mbl.is 26% treysta íslenska hernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megafall SUS

bullÞetta er nú með því hálfvitalegasta sem SUS, eða þá nokkur félagskapur ef út í það er farið, hefur nokkurntíma látið frá sér. Í þessum pínlega sýndargjörningi sanna meðlimir SUS að þeir hafa ekki minnsta vit á umgjörð eða innviðum samfélags og eru gjörsamlega óhæfir til að taka við stjórnartaumum á slíku. Það er ekki einu sinni hægt að hlægja að þessu.
mbl.is Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarbull

bullÞetta er ekki "rannsókn". Þetta er spá þar sem væntanlega eru notaðar raunverulegar og skáldaðar aðstæður sem eru í raun á engan hátt tengd viðfangsefninu (breska pundið í þessu tilviki). Ég er ekki að segja að það sé neitt að svona spám en að kalla þetta "rannsókn" er annaðhvort mikill miskilningur eða óheiðarleg tilraun til að auka ímyndað sannleiksgildi.


mbl.is Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félag gegn ESB ≠ opin umræða

bull Eigum við virkilega að trúa því að félagið muni "stuðla að opinni" umræðu þegar félagið er gagngert stofnað til að mæla á móti einhverju og á stofnfundi eru mælendur sem eru alræmdir fyrir að taka nánast sjúklega afstöðu gegn því sem félagið er á móti?
mbl.is Stofna félag gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bullarar hafa þjóðina að fífli

bullUmræðan í dag um ákvörðun forseta að staðfesta ekki nýju Icesave lögin einkennist af miklu bulli eins og umræðan sem hefur farið á undan. Það mætti halda að þjóðin sé að búa sig undir það að kjósa um hvort eigi að greiða fyrir Icesave eða ekki. Lögin sem forseti kýs að staðfesta ekki eru breytingartillögur fyrir áður samþykkt lög. Við ákvörðun forseta í dag falla breytingartillögur úr gildi og áður samþykkt lög standa. Sjá breytingartillögur sem falla nú úr gildi hér og áður staðfest lög hér. S.s. þjóðin fær nú að kjósa um breytingartillögurnar. Til hamingju Ísland!
mbl.is Sundrung ekki af hinu góða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að bulla með stæl!

bullFox News (oft nefnt Faux News af skiljanlegum ástæðum) kann að bulla með stæl. Það er aldrei gúrkutíð hjá Fox. Á liðnu ári hafa þeir þróað sérstaka aðferð við að framleiða fréttir þar sem ekkert fréttnæmt er að finna. Þeir eru svo stoltir af þessu að þeir hafa tekið saman mjög skemmtilegan annál yfir helstu faux-frétta tilbúninga ársins.

Kosningabull

bull Eyjan er að monta sig af því að hafa staðið fyrir fyrstu rafrænu þjóðarkosningu á Íslandi. Dæmi um beint lýðræði að verki. En því miður þá er þetta hvorki kosning né beint lýðræði. Fyrir það fyrsta, þar sem tölvueign og netaðgengi er ekki 100% á Íslandi, þá höfðu ekki allir sem hafa kosningarétt kost á að taka þátt í kosningunni. Í öðru lagi er meiriháttar kerfisgalli á þessu hjá þeim. Einn valmöguleikinn var "tek ekki afstöðu". Ég man ekki eftir að hafa nokkurntíma séð kjörseðil með "tek ekki afstöðu" sem valmöguleika. Þetta er ekki yfirsjón. Það er mjög góð ástæða fyrir þessu. Þú getur ekki greint á milli kjósanda sem velur "tek ekki afstöðu" og annarra kjósenda - hvorki þeim sem taka þátt í kosningunni né þeim sem taka ekki þátt.

Skv. Eyjunni tóku 7454 þátt í "kosningunni". Af þeim sögðust 122 ekki taka afstöðu. Tóku þeir þá þátt í kosningunni ef þeir tóku ekki afstöðu? Eða voru þátttakendur bara 7332? Skiptir kannski ekki máli í þessu tilviki en hvað gerist ef þetta væri alvöru kosning og lágmarksþátttaka væri skilgreind 50% (e.o. er t.d. í þjóðarkosningum á Ítalíu) og þessir "tek ekki afstöðu" draga þátttökuna yfir 50%? Líka, ef þetta væri raunverulega kosning hvernig ætti að túlka þá sem taka þátt í kosningu en velja "tek ekki afstöðu"? Þess vegna mætti kannski alveg telja þá með já-unum vegna þess að þeim virðist sama hvort það sem kosið er um verði framkvæmt eða ekki.

Þetta gengur ekki upp. Ég óska Eyjafólki til hamingju með velheppnaða skoðanakönnun - en þetta var engin kosning.


mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband